Saga Veturs
Teymi Vetur Production samanstendur af fimm ungum konum. Við kynntumst allar þegar
við hófum nám í Margmiðlunarskólanum í Reykjavík árið 2016. Fljótlega eftir að við
kynntumst vissum við strax að okkur langaði einn daginn að stofna saman fyrirtæki og
vinna að því sem okkur finnst svo gaman að gera. Eftir útskrift frá
Margmiðlunarskólanum fórum við allar í frekara nám erlendis og sérhæfðum okkur meira.
Eftir þau ævintýri vorum við allar búsettar á Íslandi vegna Covid og það var þá sem við
ákváðum að slá til og láta sameiginlegan draum okkar verða að veruleika.



Teymið
Máney Eva Einarsdóttir
Stella Björk Guðmundsdóttir
Sandra Ósk Júníusdóttir
Máney er með tölvuþekkingu í vél-, hug- og netbúnaði. Hún sérhæfir sig í 3d modelingu en hún er einnig hæfileikaríkur teiknari og hefur teiknað karaktera og hannað umhverfi
fyrir Vetur.
Stella er lærður animator og sér um allt animation í fyrirtækinu. Einnig hefur hún verið að taka að sér sjálfstæð verkefni og kom hún m.a. að stuttmyndinni Paper Planes
fyrir stuttu.
Sandra er lærður myndskreytir og sér um að teikna umhverfi, karaktera og bakgrunna fyrir Vetur. Einnig hefur hún verið að taka að sér sjálfstæð verkefni sem grafískur hönnuður undanfarið.
Hanna Dís Hallgrímsdóttir
Hanna starfar sem Project Coordinator hjá RVX en hefur reynslu af störfum sem compositor. Hún hefur komið að gerð þáttanna The Witcher og The Last of Us svo eitthvað sé nefnt.

Ingibjörg Hrefna Pétursdóttir
Ingibjörg starfar sem Compositor hjá RVX. Hún hefur mikla reynslu í því og vann að þáttunum The Witcher og The Last of Us til dæmis.

Bella
Kleina
Marvel
